Vinnustofan mín fékk nýtt útlit í sumar. Nýtt gler og nýr gluggi. Klæðning að utan.
Verið er að klára að setja heitt og kalt vatn fyrir vask og nýtt niðurfall.
Opið hús fljótlega.
Ég ætla að vera með opið laugardagana 2, 9 og 16 desember milli kl 15.00 og 18.00. Langholtsvegur 206 Gnoðarvogs meginn bakhús.
Léttar veitingar og jólastemning.
Posi á staðnum.
Ég tek þátt í Handverk og hönnun sem haldið er í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 23. nóvember – 27 nóvember.
Opnunartími:
Fimmtudagur 23. nóv. kl. 16-19
Föstudagur 24. nóv. kl. 11-18
Laugardagur 25. nóv. kl. 11-18
Sunnudagur 26. nóv. kl. 11-18
Mánudagur 27. nóv. kl. 11-18
Aðgangur ókeypis
Salt-staukar og bollar. Diskar og skálar. Verð líka með nýja vöru.
Helgina 19 – 20 nóvember tek ég þátt í jólamarkaði Sjóminjasafnsins.
Grandagarði 8 Reykjavík
Opið er á milli 10 og 17
Nú er hægt að versla Salt-staukana mína í nýrri verslun Systur og Makar í Síðumúla 21.
Það verða heldur betur Bjartir og góðir dagar Hafnarfirði í næstu viku þegar bæjarhátíðin Bjartir dagar mun umlykja allt og alla. Hátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags, 20.- 24. apríl, og opið verður í Íshúsinu , kvöldopnun (á föstudagskvöldinu ásamt öðrum hönnuðum og listamönnum í Hafnarfirði) og opið 13-17 laugardag ( opnar vinnustofur)
Verið innilega velkomin í heimsókn