Opið laugardaginn 10. desember 2022 milli kl: 14.00 – 18.00






Opið laugardaginn 10. desember 2022 milli kl: 14.00 – 18.00
20 til 40 % afsláttur á ákveðum vörum í 24 klukkutíma.
Bara hægt að panta á netinu með því að senda tölvupóst hannagreta@hannagretakeramik.com
Pantanir sóttar á Langholtsveg 206 eftir samkomulagi. Ef pantað er fyrir 10.000 kr og meira er hægt að fá keyrt heim á höfuðborgasvæðinu. Greiðslumöguleikar eru Aur, millifæra / kröfu í heimabanka eða staðgreiða.
Frönsk smjör skál
Núna í haust kom ég með nýja vöru sem er smjör skál. Skálin er í tveim hlutum og virkar þannig að sett er venjulegt íslenskt smjör í lokið og vatn í neðrihlutann svona sirka til hálfs. Lokinu er svo hvolft ofaní vatnið. Smjörið er geymt í stofu hita. Það eru komnar margar pantanir fyrir jólin og eru margir að bæta við í vörulínuna með salt-staukinn sinn.
Ég var beðin um að taka þátt í tveim frumkvöðlaverkefni framhaldsskólanema. Annað var póstulín kertastjakar í 3 stærðum, hvítt og grátt. Hægt er að fá með kerti sem voru unnin hjá Ás Vinnustofa. Þar er notað endur unnuð vax. #Bjarmi
Hitt verkefnið var renndir plattar með hvatningarorðum. Ást, Virðing og Traust. Plattarnir eru ljós gráir.Flottir undir kerti, osta eða smádót. #Dögunplattar
Þau verða bæði að sýna og selja á föstudaginn 5. apríl í Smáralindinni.
Ég er rosalega stolt af þessum stelpum og gaman að vinna með þeim. Vel gert stelpur FG og Versló.
Nýtt að koma fyrir jólin. Olíu kanna og bakki / diskur.